sunnudagur, 28. maí 2017

LAX - Alpha Girls - Fitutaps máltíð

Lax



1 stk Trident Seafoods Alaskan Salmon Burgers (Keypt frosið í CostCo)
100 gr zucchini núðlur (venjulegur zucchini yddaður í núðlur)
100 gr blómkálsmús

Borgarinn grillaður í heilsugrilli, kryddaður með uppáhalds kryddinu þínu. Ég notaði hvítlaukssalt, svartan pipar og Honey BBQ krydd frá Flavour God (fæst í Fitness Sport)

Sósa

20 gr Kirkland greek yogurt (Keypt í CostCo)
20 gr agúrka
1 hvítlauksrif
smá sítrónusafi

Þetta er í alvuru SVONA einfalt 


5 stjörnu fatloss máltíð, það held ég nú! ;)

-

Súkkulaði bananabrauð í skál!

Ég sat í morgun að gæða mér  á nýja uppáhalds morgunmatnum mínum og hugsaði með mér að ég gæti bara ekki haldið þessu fyrir sjálfa mig, N A M M hvað þetta er gott! Og bráðhollt, sem skemmir ekki fyrir ;)

Ef að þér þykir bananabrauð gott eru miklar líkur á því að þú kolfallir fyrir þessari uppskrift!

Súkkulaði bananabrauð í skál

Þetta er morgunmatur sem lætur mig vakna eldsnemma úr spenningi til að gæða mér á.

Uppskriftin er einföld og tekur ekki nema 5 mínútur að henda þessu saman.

20g Sol Gryn hafrar (eða hvað sem þið kjósið að nota, einnig hægt að nota kornflex, þá ca 60g)
1 vel þroskaður banani
2 msk lífrænt kakó
3/4 tsk vanilludropar
4 dropar súkkulaði stevia (ég notaði dropa frá via health)
Smá klípa af salti
Möndlumjólk eftir smekk

- Sjóðið hafrana og stappið á meðan bananann í skál.
- Blandið síðan höfrunum saman við bananann. 
- Kakóinu, vanilludropunum og steviunni bætt saman við.
- Möndlumjólkin sett út í eftir smekk. (Mér finnst betra að hafa þetta í þykkari kantinum)

Einnig er hægt að smella þessu öllu saman í blandara, en því miður hef ég ekki aðgang að slíkum lúxus.

Einnig er hægt að bæta við alls konar góðgæti eins og t.d. rúsínum, döðlum, hnetum, fræjum, kókos,hnetum, hnetusmjöri, súkkulaði dropum osfv. Um að gera að prufa sig áfram!

Þessu er síðan smellt inn í ískáp í nokkrar mínótur og látið þykkna aðeins.



Næringargildi

282 kcal
35 g kolvetni
11g fita
10g prótín
1 g sykur

Verði ykkur að góðu!